Rætt um lausn sem kostar 50-60 milljarða

Sérfræðingateymi ríkisstjórnarinnar situr enn við og reiknar út nokkarar hugmynda til lausnar skuldavanda heimila. Hagfræðingurinn Sigurður Snævarr stýrir þessari vinnu. Átta til níu tillögur eru til skoðunnar, meðal annars 18% flöt niðurfelling skulda. Þeirri hugmynd sópaði reyndar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra út af borðinu fyrir helgi.

Stefnt mun að fundi með fulltrúum Hagsmunasamtaka heimilanna seinni partinn í dag. Sú hugmynd sem líklegast er að víðtæk pólitískt samkomulag náist um snýst um að hjálpa þeim sem keyptu húsnæði á árunum frá 2003 til 2008. Eftir því sem fréttastofa kemst næst gæti hún kostað 50 til 60 milljarða króna. Bankarnir og lífeyrissjóðirnir myndu skipta þeim skelli á milli sín.(ruv.is)

Þeir sem keypti húsnæði á áraunum 2003-2008 voru að miklu leyti ungt fólk,sem er í miklum erfiðleikum.Aðstoð til hjálpar þessu fólki kæmi sér vel og mundi kosta 50-60 milljarða.Ef til vill væri það góð málamiðlun að samþykkja  slíka lausn.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband