Sunnudagur, 17. október 2010
Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann minnkaði um 15,5% 2009
Ráðstöfunartekjur heimilageirans eru taldar hafa lækkað árið 2009 um 5,4% frá fyrra ári. Ráðstöfunartekjur á mann drógust saman um 5,3% milli ára og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 15,5%. Heildartekjur heimilageirans eru taldar hafa dregist saman um 3,2% frá árinu 2008 til 2009 og heildareigna- og tilfærsluútgjöld aukist um 0,4%.
Samhliða birtingu talna fyrir árið 2009 hafa eldri tölur verið að hluta til uppfærðar. Helsta breyting á tímabilinu er sú að tölur yfir húsaleigubætur hafa nú verið endurskoðaðar aftur til ársins 2004 með tilliti til ítarlegri upplýsinga um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Einnig hafa tölur er varða undirliðinn leiga á landi í eignartekjum og -gjöldum teknar til endurskoðunar fyrir tímabilið 1997-2007 með tilliti til annarra geira hagkerfisins.( Heimasíða Hagstofu)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.