Sunnudagur, 17. október 2010
Eva Joly: Ísland ætti að ganga í ESB
Þetta kom fram í viðtali Egils Helgasonar við Joly í Silfri Egils í Sjónvarpinu í dag. Egill spurði hana beint út hvort Íslendingar ættu að ganga í Evrópusambandið. Hún svaraði því til að þetta væri
Þetta er ykkar staður - meðal okkar í Evrópu, sagði Joly, Ísland yrði verðugur félagi með sínar lýðræðislegu hefðir, auðlindir og þekkingu. Ísland væri hluti af Evrópu sagði Joly. Hún benti á að Evrópusambandið tæki tillit til lítilla landa á borð við Ísland, og hún bæri þá von í brjósti að ef Ísland gengi í Evrópusambandið, myndi Noregur fylgja í kjölfarið.(ruv.is)
Álit Evu Joly er athyglisvert. Hún telur,að Ísland gæti haft áhrif innan ESB. Og hún telur að Ísland ætti að geta fengið hagstæðan sjávarútvegssamning.
Bjðrgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.