Útgjöld til velferðarmála minnst á Íslandi af öllum Norðurlöndum

Ég hefi margoft birt tölur um ellilífeyri á hinum Norðurlöndunum,sem er mikið hærri en hér.Það er gert mun betur við eldri borgara í hinum norrænu löndunum en hér. En ef litið er á framlög til velferðarmála á Norðurlöndum sem hlutfall af þjóðarframleiðslu kemur það sama í ljós. Ísland rekur lestina:

Framlög til velferðarmála á Norðurlöndum eru sem hér segir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu (2007):

Svíþjóð 30%,Danmörk 29%,Finnland 25%,Noregur 23% og Ísland  rekur lestina með 22%.Búast má við að þessar tölur séu orðnar enn óhagstæðari okkur í dag.

Þegar lögin um almannatryggingar voru sett sat nýsköpunarstjórnin undir forsæti Ólafs Thors við völd. Alþýðuflokkurinn setti það sem skilyrði fyrir þátttöku í stjórninni að sett yrðu lög um almannatryggingar.Ólafur Thors sagði þegar hann kynnti almannatryggingarnar,að þær ættu að taka til allra landsmanna án tillits til stéttar og efnahags og að þær ættu að vera í fremstu röð almannatrygginga í nágrannalöndum okkar.Það hefur verið vikið frá hvoru tveggja.Almannatryggingar á Íslandi hafa dregist aftur úr almannatryggingum nágrannaþjóða okkar vegna misviturra stjórnmálamanna. Og það hefur einnig verið vikið frá því markmiði trygginganna að þær næðu til allra án tillits til efnahags og stéttar. Alþýðuflokkurinn kom tryggingunum á en Samfylkingin vék frá því meginmarkmiði að tryggingarnar næðu til allra.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég get tildæmis bent á eitt dæmi. Sá sem þarf að kaupa sér heyrnartæki á Íslandi, sem kostsa 500.000 fær 62000 styrk frá tryggingarstofnun og borgar432000 sjálfur.Dani sem þarf að kuapa sér tæki á 500.000 þarf að borga 0 krónur!

Eyjólfur G Svavarsson, 17.10.2010 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband