Mánudagur, 18. október 2010
Verðbólga 3% í oktober?
Greiningardeild Arion banka spáir því að verðlag í október hækki um 0,5%. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 3% samanborið við 3,7% í september.
Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að bráðabirgðaspá hennar gerði ráð fyrir 0,2% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í október en breytinguna frá þeirri spá má rekja til þess að stærsti hluti verðskrárhækkana Orkuveitu Reykjavíkur (OR) kemur fram fyrr en áður var talið.
Í heild mun gjaldskrárbreyting OR leiða til 0,39% hækkunar verðlags. Hækkunin skiptist þó í tvo hluta, þ.e. gjaldskrárbreytingu á heitu vatni og rafmagni. En þann 1. október sl. hækkaði verð á heitu vatni (0,27% áhrif á VNV) og sölu rafmagns (0,01 % áhrif á VNV). Heildaráhrif vegna þessara hækkana verða því í kringum 0,28% til hækkunar VNV og koma þá fram í október.
Afgangurinn af fyrirhuguðum hækkunum OR, þ.e. sá liður er telst til dreifingar rafmagns, bíður þó enn staðfestingar Orkustofnunnar. Þessi liður kemur því líklega ekki fram fyrr en í fyrsta lagi í nóvember og verða áhrifin í kringum 0,1% til hækkunar VNV.
Að okkar mati er lítil verðbólga framundan og ef við horfum á síðustu mánuði ársins er ekki ólíklegt að verðbólgan verði komin niður í kringum 2% í árslok. Óvissa í spá okkar snýr einna helst að hrávöruverði, en samkvæmt okkar heimildum eru talsverðar verðhækkanir framundan á ýmsum hrávörum t.d. eggjum, hveiti, kaffi, pasta, svínakjöti og kjúkling," segir í Markaðspunktunum.(visir.is)
Þetta eru góðar fréttir. Eitt helsta markmið í efnahagsstjórninni hefur verið að ná verðbólgunni niður. Það er nú að takast og er fagnaðarefni.
Bjöegvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.