Mánudagur, 18. október 2010
500 vilja á stjórnlagaþing
Ástráður segir að nákvæm tala liggi fyrir síðar en fjöldamörg framboð hafi borist í morgun áður en framboðsfresturinn rann út. Allmörg framboð hafi borist fyrir helgi en síðan hafi allar gáttir brostið í morgun og framboðin flætt inn til kjörstjórnar. Honum sýnist að þau séu eitthvað í námunda við 500.
Tölvukerfi landskjörstjórnar hrundi í morgun. Ástráður segir að í skamman tíma hafi vefsíðan vegna stjórnlagaþings ekki ráðið við aukið álag. Því hafi önnur leið verið farin og fólk sent erindi í gegnum tölvupóst. Síðan hafi vefsíðan komist í lag. Ástráður segir að það hafi komið á óvart hve ásóknin hafi verið mikil og aukist á svo skömmum tíma.
Ástráður segir að fjöldi frambjóðenda hafi ekki áhrif á hvernig kjörseðill í kosningum til Stjórnlagaþingsins líti út því lögum hafi verið breytt með hliðsjón af því að fjöldamargir gætu boðið sig fram. Þetta hafi hins vegar einhver áhrif á úrvinnslu og kynningarstarf fyrir kosningarnar.(ruv.is)
Það er jákvætt að þetta margir skuli hafa boðið sig fram. Það leiðir í ljós,að mikill áhugi er á stjórnlagaþinginu og það er gott.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.