Eining vill kauphækkun í krónutölu

Stéttarfélagið Eining-Iðja á Akureyri krefst aukins kaupmáttar meðal annars með því að laun verði hækkuð í krónutölu og skattprósenta á laun undir tvöhundruð og fimmtíu þúsund lækki. Félagsmenn Framsýnar ætla ekki að skrifa undir kjarasamninga ef stjórnvöld draga ekki til baka niðurskurðartillögur í heilbrigðismálum.

Eining-Iðja krefst þess einnig að lægstu taxtar hækki umfram önnur laun og að skattleysismörk verði hækkuð. Þessum kröfum hefur stéttarfélagið skilað Starfsgeinasambandinu sem semja fyrir hönd sinna aðildafélaga. Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju segir að breið samstaða hafi verið um kröfugerðina en nærri fimmtánhundruð manns komu að henni með einum eða öðrum hætti.


Fram kom í umræðum um kjaramál hjá Framsýn að ekki ætti að skrifa undir nýja kjarasamninga nema að því gefnu að stjórnvöld dragi til baka glórulausar tillögur um niðurskurð í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Fundurinn ályktar svo að tillögurnar leiði til alvarlegrar tekjuskerðingar og búseturöskunar. Ekki var einhugur á fundinum með að gefa Starfsgreinasambandinu umboð til samninga fyrir félagið, það var þó samþykkt. Björn segir hinsvegar einhug hafa ríkt um það hjá Einingu-Iðju.(ruv.is)

Ekki er að undra að fram komi nú kröfur um hækkun lægstu launa. Eining vill einnig að skattleysismörkin verði hækkuð og það er einnig eðlileg krafa.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband