Utanríkismálanefnd vill skora á kínversk stjórnvöld að leysa friðarverðlaunahafa úr haldi

Utanríkismálanefnd Alþingis áformar að leggja fram þingmál um að skora á kínversk stjórnvöld að leysa úr haldi friðarverðlaunahafa Nóbels, Liu Xiaobo. Hélt nefndin fund um málið fyrir stundu á Alþingi. Áður höfðu nokkrir þingmenn, með Mörð Árnason í fararbroddi, ætlað að taka sig saman og leggja fram sambærilegt mál. Formaður Sjálfstæðisflokksins fagnaði því sérstaklega og með því væri skilaboðunum komið skýrt á framfæri. Komist nefndin að sameiginlegri niðurstöðu er hugsanlegt að málið verði rætt á Alþingi á morgun.

 

(ruv.is)

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband