Fyrrverandi forseti Evrópuþings telur lausn mögulega í fiskveiðimálum

Pat Cox, fyrrverandi forseti Evrópuþingsins, telur lausn mögulega í fiskveiðimálum í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.

Cox er á Íslandi ásamt hópi fyrrverandi þingmanna á Evrópuþinginu sem vilja kynna sér stöðu mála Íslandi og aðildarviðræðurnar við ESB. Hann hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands í dag á vegum Alþjóðamálastofnunar skólans og félagsins Sterkara Íslands. Cox er írskur og fjallaði um reynslu Íra af ESB aðild og hvers Íslendingar gætu vænst í aðildarviðræðunum og með aðild ef af henni yrði. Hann sagði endurskoðun fiskveiðistefnu bandalagsins miða að því að færa ákvarðanir frá Brussel og að sókn yrði ákveðin af vísindamönnum. Slíkt auðveldaði niðurstöðu um sjávarútsmál milli ESB og Íslands.

„Við erum með kerfi sem er raunhæft, vísindalegt, miðar að hlutlægni og lítur til framtíðar varðandi sjálfbærni. Ég get ekki ímyndað mér að það sé útilokað fyrir hugsandi fólk í Reykjavík og Brussel að finna réttu leiðina að þessu,“ sagði Cox.

Cox telur að breytingar á fiskveiðistefnu Evrópusambandsins verði hvort sem Íslendingar ganga í sambandið eða ekki.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband