Fimmtudagur, 21. október 2010
ASÍ; Erfitt að fá stjórnmálaöflin til samstarfs
Það hefur gengið ákaflega illa að fá stjórnmálin til liðs við vinnumarkaðinn, sagði Gylfi í viðtali á Morgunvakt Rásar 2 í morgun. Hann segir að á sama tíma hafi verið mikil samstaða á vinnumarkaðinum.
Gylfi segir að aldrei áður í Íslandssögunni hafi það verið þannig að öll samtök á vinnumarkaði, opinbera markaðnum og almenna markaðnum, leggi upp með að sameinast um hvaða leiðir væru skynsamlegasta og færar út úr þeim ógöngu sem þjóðin sé í. Það hafi verið gert í febrúar 2009 og kynnt öllum stjórnmálaflokkum fyrir kosningarnar það ár. Eftir kosningarnar og eftir að ný stjórn var mynduð hafi síðan verið gert samkomulag á þessum breiða grunni.
Gylfi segir að það hafi gengið vægast sagt ákaflega illa að koma þessum áformum í gegn. Bæði vegna innbyrðis átaka í ríkisstjórninni en ekki síður vegna þess að stjórnarandstaðan hafi nýtt sér það tækifæri til þess að ala frekar á sundrungu og hugsa um sína þröngu hagsmuni heldur en að hugsa um hagsmuni þjóðarinnar og að reyna að koma málum í gegn.
Gylfi segist sannfærður um að það sé mjög mikill meirihluti á Alþingi fyrir þeirri atvinnustefnu sem hafi legið til grundvallar þeirri stefnu sem unnið hafi verið útfrá. Sá meirihluti fái hins vegar ekki að birtast því það séu einhverjir aðrir flokkspólitískir hagsmunir sem komi í veg fyrir það. Það hafi mjög lamandi áhrif á það sem verkalýðshreyfingin sé að reyna að gera því hún eigi ekki fulltrúa í ríkisstjórn.(ruv)
Það er sjálfsagt rétt hjá Gylfa,að erfitt hafi verið að ná nægilega góðu samstarfi við stjórnmálaöflin en þá er á það að líta að aðilar vinnumarkaðarins eru mjög frekir í viðskiptum við stjórnvöld. Aðilar vinnumarkaðarins vilja fá að ráða en athuga ekki að það er ríkisstjórn og alþingi sem ræður.Aðilar vinnumarkaðarins eru aðeins samráðsaðilar.
Björgvin Guðmundsson
frettir@ruv.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki er það stjórnarandstaðan sem stendur í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu, en hún er forsenda fyrir okkar útgöngu út úr þessari krísu.
Ekki er Gylfi í góðu sambandi við sína launagreiðendur, flestir þeirra hefðu viljað sjá hann taka afgerandi afstöðu með þeim, ekki á móti.
Gylfi Arnbjörnson gagnrýnir "skotgrafahernað" stjórnmálamanna en tekur fullann þátt í honum sjálfur, viðtalið í morgun var sönnun þess.
Gylfi Arnbjörnsson er fallinn í gryfju flokkspólitíkur, hann hefur skipað sér á sess við hlið forsætisráðherra en undir hennar verkstjórn hafa stjórnvöld valið að taka stöðu með fjármagnsstofnunum gegn launþegum og fjármagnseigendum. Í raun tekið upp stefnu sem mun leiða þjóðina beina leið á hausinn!!
Gunnar Heiðarsson, 21.10.2010 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.