Fimmtudagur, 21. október 2010
3600 manns áttu meira en 100 milljónir hver!
Íslenskum auðmönnum fer fjölgandi samkvæmt upplýsingum í Tíund, tímariti Ríkisskattstjóra. Þar segir að rösklega 3,600 manns hafi átt meira en hundrað milljónir króna hver, í fyrra.
Þetta er fjölgun um 520 frá árinu áður og var heildareign hópsins í fyrra rúmlega 750 milljarðar króna og hafði aukist um 77 milljarða á milli ára.
Einnig kemur fram í Tíund að fimm þessara auðmanna, sem allir höfðu yfir 40 milljónir í tekjur í fyrra, eða röskar þrjár milljónir á mánuði, fengu greiddar atvinnuelysisbætur í fyrra, tæpa milljón á mann(ruv.is)
Þessar tölur leiða í ljós,að það eru enn til peningar á Íslandi. Og það ætti að vera óhætt að skattleggja vel auðmenn sem eiga jafnmikið af peningum og hér er getið um.Það er nauðsynlegt að þessi hópur auðmnanna taki þátt í endurreisn þjóðarinnar ekki síður en almenningur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.