ASÍ: Endurreisnin gengur of hægt

Endurreisn efnahagslífsins hefur gengið of hægt. Deilur, sundrung og ákvörðunarfælni ríkisstjórnarinnar og Alþingis hægja á efnahagsbatanum, segir í hagspá ASÍ fyrir árin 2010 til 2013.

ASÍ bendir á að ekki hafi tekist að ljúka Icesave deilunni. Það komi í veg fyrir að erlendir lánamarkaðir opnist. Gjaldeyrishöftin fæli erlenda fjárfesta frá og fjárhaglsegri endurskipulagningu heimila og fyrirtækja sé ekki lokið.

Hagdeild ASÍ gerir ráð fyrir að það rofi til í efnahagslífinu á næsta ári með hægum hagvexti og batnandi atvinnuástandi. ASÍ gerir ekki ráð fyrir miklum fjárfestingum á komandi árum. Vonir um að ráðist verði í framkvæmdir við álver í Helguvík og framkvæmdir því tengdu hafi dvínað og því ekki gert ráð fyrir þeim í spánni.

Hagdeild ASI áætlar að landsframleiðsla dragist saman um 3,7% á þessu ári en þá taki við tveggja ára hægur vöxtur þar sem landsframleiðslan muni vaxa innan við 2% hvort ár. Verðbólga verði innan við 2% næstu ár og Seðlabankinn muni áfram beita aðhaldssamri peningastefnu. Gert er ráð fyrir að gjaldeyrishöftum verði aflétt í áföngum næstu misserin. (visir.is)

Þessi spá ASÍ kemur ekki á óvart. Mikil óvissa ríkir um álver í Helguvík og því óvarlegt að reikna með því.Ei að síður spáir ASÍ  tæplega 2% hagvexti næsta ár.Viðsnúningurinn  hefst í öllu falli eftir áramót.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband