Föstudagur, 22. október 2010
Ruglið á alþingi heldur áfram
Traust á alþingi hefur minnkað mikið og er nú komið undir 10%.Hvers vegna er það? Það er vegna þess að þingið eyðir alltaf miklum tíma í karp og óþarfa deilur í stað þess að leysa vandamálin. Nýjasta karpið er deila um það hvort draga eigi umsókn Íslands um aðild að ESB til baka. Nokkrir þingmenn hafa flutt tillögu um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort halda eigi áfram viðræðum við ESB eða draga umsóknina til baka.Alþingi var búið á sl. ári að afgreiða á löglegan hátt að sækja um aðild að ESB.Sú ákvörðun stendur.Það er alger tímaeyðsla og nánast rugl að fjalla um það hvort afturkalla eigi fyrri ákvörðun.Alþingi hefur annað að gera.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.