Laugardagur, 23. október 2010
Starfsmönnum Landspítala hefur fækkað um 627
Starfsmenn á Landspítala eru nú 627 færri en voru í janúar 2009 og rúmum hefur fækkað um 90. Landspítalinn þarf að skera niður um 850 milljónir á næsta ári og verða helstu tillögur að niðurskurði kynntar eftir 2-3 vikur, segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, í pistli á vef Landspítalans.
Ég tel að ef við verðum látin skera meira niður en nemur 850 milljónum á næsta ári verðum við komin út á hálan ís og erfitt verði að reka háskólasjúkrahús af þeim gæðum sem fólk hefur vanist, spítala allra landsmanna sem alltaf er opinn og tekur við öllum," segir Björn í pistlinum.
Björn segir að spítalinn hafi breyst mikið síðustu tvö árin. Þjónustustigið hafi breyst og minnkað en markmiðið hafi alltaf verið að passa upp á öryggi sjúklinga. Björn segir að það hafi verið skorið niður um 6.150 milljónir seinustu tvö ár.(visir.is)
ÞAÐ hefur verið unnið mikið sparnaðarstarf á Landsspítalanum.Starfsmönnum hefur verið fækkað og sparað í innkaupum.
En spurning er hvort gengið hefur verið of langt í sparnaði.Rúmum hefur t,d., verið fækkað um 90. Þar hefur áreiðanlega verið of langt gengið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.