Þjóðaratkvæði um kvótakerfið

Ólína Þorvarðardóttir og fleiri þingmenn hafa flutt þingsályktunartillögu  um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um kvótakerfið. Það er jákvætt. Gallinn er aðeins sá,að tillagan er mjög loðin og það kemur ekki fram í henni hvaða spurningu á að bera upp við þjóðina.Það er að vísu talað um að spyrja hvort sameign á sjávarauðlindinni eigi  að vera tilgreind í stjórnarskrá. Um það er lítill sem enginn ágreiningur og varla ástæða til að spyrja um það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sem þarf að spyrja um er hvort þjóðin vilji fyrna aflaheimildir á 20 árum eins og stjórnarflokkarnir lofuðu.Jafnframt mætti spyrja hvort þjóðin vildi láta bjóða aflaheimildirnar upp eða úthluta þeim á ný á sanngjarnan hátt og þannig að landsbyggðin fengi eðlilega hlutdeild í aflaheimildum.Uppfylla þarf skilyrði mannréttindanefndar Sþ.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband