Sunnudagur, 24. október 2010
Svíar segja fullveldið hafa aukist við aðild að ESB.Jón Baldvin á Á Sprengisandi
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra var gestur Sigurjóns Egilssonar í þættinum Á Sprengisandi í morgun.Jón Baldvin kom víða við og ræddi m.a. um ESB. Hann sagði,að þegar Svíþjóð gekk í ESB eftir að hafa verið aðili að EES hafi Svíum fundist fullveldið aukast,þar eð þeir fengu þá aðild að undirbúningi ákvarðana í ESB en áður þurftu þeir að taka við tilskipunum og reglum frá sambandinu án þess að koma nokkuð að undirbúningi eða ákvarðanatöku.Eins er þetta með Ísland. Við verðum að taka við tilskipunum,reglum og lögum frá ESB án þess að hafa nokkuð með ákvarðanir um þessa reglur að gera.
Jón Baldvin sagði,að Steingrímur J.Sigfússon væri burðarásinn í ríkisstjórninni. En það háði honum nokkuð að hópur VG manna væri honum andsnúinn og gerði honum erfitt fyrir.Hann sagði,að þegar Jóhanna hefði verið félagsmálaráðherra með honum í ríkisstjórn,bæði fyrir Alþýðuflokkinn hefðu eins og nú verið niðurskurðartímar. Allir ráðherrar hefðu þá orðið að skera niður en Jóhanna hefði alltaf neitað.Hún hefði ekki viljað skera niður til velferðarmála.Það hefði leitt til aukins niðurskurðar hjá öðrum ráðherrum.Nú væri hún forsætisráðherra og stæði fyrir meiri niðurskurði í velferðarmálum en nokkru sinni fyrr.
Um þessi ummæli Jóns Baldvins má segja það,að hann er ekki hlutlaus í frásögninni um Jóhönnu. Jóhanna sagði sig úr stjórninni,sem hún sat í með Jóni Baldvin þá formanni Alþýðuflokksins og gerði það vegna þess að hún var ósátt við Jón Baldvin.Í framhaldi af því gekk hún úr Alþýðuflokknum og stofnaði eigin stjórnmálaflokk.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.