Mánudagur, 25. október 2010
Össur:Íslendingar tryggir með auðlindir sínar innan ESB
Á málefnaþingi Vinstri grænna um helgina var lögð fram áskorun til flokksforystunnar um það að hætta viðræðum um aðild að Evrópusambandinu.
Aðspurður um harða gagnrýni frá samstarfsflokknum vegna aðildarumsóknar til ESB sagði Össur: Þetta er ekki gagnrýni samstarfsflokksins heldur gagnrýni 100 manna sem afhentu þessa áskorun. Þetta var ekki ákvörðun þingsins. Þeir sem sitja á þingi fyrir VG vita miklu betur. Þeir vita að þetta er allt tóm vitleysa sem kemur fram í þessu skjali. Það er engin aðlögun í gangi og það er ekki verið að setja upp lög fyrir neinar nýjar stofnanir... Við munum ekki fara í neina aðlögun sem felur í sér nýjar stofnanir eða að breyta lögum fyrr en það liggur ljóst fyrir að þjóðin hafi kveðið upp sinn úrskurð og sagt já. Þá munum við ráðast í aðlögunina.(ruv.is)
Það er ágætt að fá þetta sjónarmið fram hjá Össuri.Það skiptir höfuðmáli fyrir Íslendinga að þeir geti varðveitt auðlindir sínar.
Björgvin Guðmundsson
frettir@ruv.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.