Mánudagur, 25. október 2010
Ekki rétt að banna prestum að heimsækja skólana
Kristnin er hluti af þjóðmenningu okkar.80-90 % þjóðarinnar eru í þjóðkirkjunni.Með hliðsjón af þessu er eðlilegt að skólastarf taki mið af þessum staðreyndum. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur til meðferðar tillögu um að tekið verði fyrir ferðir skólabarna í kirkjur og önnur trúfélög á skólatíma og sömuleiðis að prestar og fulltrúar annarra trúfélaga geti heimsótt skólabörnin á kennslutíma. Eftir sem áður verður skólabörnum að sjálfsögðu frjálst að sækja kirkjur og önnur trúfélög utan kennslutím.Ekki verður samkvæmt tillögunni breytt kristnifræðikennslu í skólum og litlu jólin og annað helgihald verður óbreytt.
Ég tel ástæðulaus að banna prestum þjóðkirkjunnar að heimsækja skóla landsins svo fremi að það sé gert í samráði við skólastjóra og kennara.Með tilliti til þess að 80-90 % þjóðarinnar er í þjóðkirkjunni er ekki nema eðlilegt að prestar þjóðkirkjunnar heimsæki skóla landsins.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:54 | Facebook
Athugasemdir
Þú skilur ekki hvað mannréttind né trúfresli gengur út á; Þú ert í utanríkisráðuneyti, gerir þú þér ekki grein fyrir því að trúboð í skólum getur aldrei talist annað en mannréttindabrot.
Ertu svo að koma fram með hugmynd með að allir trúarhópar verði að sýsla í skólastarfi....
Þetta mál allt saman getur bara endað á einn veg, prestum verður úthýst, þó svo að það þurfi að farar fyrir mannréttindadómstól.
Mundu svo að lög um trúfrelsi eru ekki fyrir þig, ekki fyrir kristna, þau eru til að verja minnihlutahópa fyrir yfirgangi meirihlutans
doctore (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.