Mánudagur, 25. október 2010
Velmegun:Ísland í 12 sæti á alþjóðavísu
Ísland er í tólfta sæti þegar velmegun ríkja er mæld, að því er fram kemur í nýrri skýrslu sem birt verður á morgun í Bretlandi. Skýrslan er gerð árlega og raðar hún ríkjum heimsins á lista og notar til þess ýmsa mælikvarða. Ánægja landsmanna, ríkidæmi og traust til stofnana er meðal annars notað til þess að reikna velmegun í hverju landi fyrir sig.
Ísland virðist ekki hafa verið tekið með í könnunum síðustu tveggja ára en árið 2007 mældist landið í 15 sæti. Það virðist því vera sem kreppan hafi ekki haft mikil áhrif á velmegun á Íslandi, nema síður sé.
Eins og oft áður á listum sem þessum raða Norðurlöndin sér í efstu sætin. Mest er velmegunin í Noregi, þá í Danmörku og Finnland er í þriðja sæti. Andfætlingarnir í Ástralíu og á Nýja Sjálandi eru í fimmta og sjötta sæti og þá koma Svíar. Bandaríkjamenn eru í tíunda sæti og Bretar koma á eftir Íslendingum, í þrettánda sæti. (visir.is)
Eitthvað er þessi könnun skrítin.Samkvæmt henni hefur Íslands færst upp á þessum lista í kreppunni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.