Mánudagur, 25. október 2010
Þúsundir kvenna söfnuðust saman í miðbænum
Þúsundir kvenna á öllum aldri eru nú saman komnar í miðbænum þrátt fyrir leiðinda veður og hífandi rok. Kvennaganga fór frá Hallgrímskirkju klukkan þrjú en klukkan 25 mínútur yfir tvö í dag lögðu konur víða um land niður vinnu til þess að mótmæla kynbundnu launamisrétti.
Gengið var á Arnarhól þar sem skipulögð dagskrá fór fram. Víða um land hafa svipaðar athafnir verið skipulagðar.(visir.is)
Það er skemmtilegt,að svo margar konur skuli safnast saman til þess að mótmælal launamisrétti. Verst er,að sáralítill árangur næst í því að draga úr launamisréttinu. Það verður að fara nýjar leiðir til þess að farið verði eftir lögum,sem segja að greiða eigi sömu laun fyrir sömu vinnu án tillits til kyns.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.