Þriðjudagur, 26. október 2010
Launamunur kynjanna er enn mikill
Samkvæmt lögum á að vera algert launajafnrétti í landinu. En samt er það svo að í einkageiranum eru heildarlaun kvenna 18,3% lægri en heildarlaun karla.Þessi munur er örlítið minni í opinbera geiranum. En þessi munur er alltof mikill og sorglega lítið hefur miðað í þessu efni undanfarin ár. Kynbundinn launamunur er mestur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum.
Hvers vegna er þetta svo? Hvers vegna er lögunum um launajafnrétti ekki framfylgt. Það er vegna þess að eftirlitið er ekki nógu strangt og það eru ekki nægilega ströng viðurlög við brotum á lögunum.Jafnréttisstofa á að hafa eftirlit með því að lögunum sé framfylgt.Jafnréttisstofa stendur sig ekki nógu vel í því efni. Ein ástæðan fyrir því að illa gengur að útrýma launmismun er launaleyndin.Alþingi samþykkti lög um að starfsmenn mættu upplýsa um laun sín en það er ekki nóg. Það þarf að skylda einkafyrirtæki og opinbera aðila til þess að birta laun starfsmanna sinna. Launin eiga að vera uppi á borðinu. Fyrr en það gerist verður ekki unnt að útrýma launamismuninum. En síðan þurfa að vera ströng viðurlög við brotum á lögunum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.