6,4% atvinnulausir á þriðja ársfjórðungi

Á þriðja ársfjórðungi 2010 voru að meðaltali 11.700 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 6,4% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 6,1% hjá körlum og 6,8% hjá konum. Frá þriðja ársfjórðungi 2009 til þriðja ársfjórðungs 2010 fjölgaði atvinnulausum um 800 manns.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 11,1%. Hjá hópnum 24-54 ára var atvinnuleysi 6% og 3,8% hjá 55-74 ára. Á þriðja ársfjórðungi 2010 var atvinnuleysi 8% á höfuðborgarsvæðinu en 3,6% utan þess.

Af þeim sem voru atvinnulausir á þriðja ársfjórðungi 2010 höfðu 600 fengið vinnu sem átti að hefjast síðar, eða 4,7%. Til samanburðar höfðu 800 manns fengið vinnu, eða 7,4%, á þriðja ársfjórðungi 2009. Á þriðja ársfjórðungi 2010 höfðu um 2.700 manns verið atvinnulausir í 12 mánuði eða lengur, eða 23,1% atvinnulausra, en voru á sama tímabili 2009 um 800 manns, eða 7,1%.

Atvinnulausir teljast þeir sem voru án atvinnu í viðmiðunarviku könnunarinnar, þ.e. höfðu hvorki atvinnu né voru í vinnu (í eina klukkustund eða lengur) sem launþegi eða sjálfstætt starfandi, eru að leita að vinnu og geta hafið störf innan tveggja vikna eða hafa fengið starf sem hefst innan 3 mánaða. Einstaklingar sem eru í vinnu en eru í námi flokkast atvinnulausir ef þeir uppfylla skilyrðin hér að ofan.(visir.is)

Atvinnuleysi hefur minnkað en samt eru 11700 manns  atvinnulausir.Það er alltof mikið og hætt er við að atvinnuleysið aukist eitthvað á ný í vetur.Ríkisstjórnin þarf að láta hendur standa fram úr ermum og gera róttækar ráðstafanir til atvinnuaukningar.

 

Björgvin Guðmundsson


Skoða fréttir: Veldu dagsetningu Allir dagar 32Í dag25. október 201024. október 201023. október 201022. október 201021. október 201020. október 201019. október 201018. október 201017. október 201016. október 201015. október 201014. október 201013. október 201012. október 201011. október 201010. október 20109. október 20108. október 20107. október 20106. október 20105. október 20104. október 20103. október 20102. október 20101. október 201030. september 201029. september 201028. september 201027. september 201026. september 201025. september 2010

Leit á vísir.is

Veldu leitarvél

  • Visir
  • Google
  • Fréttablaðið
  • Yahoo
  • Wikipedia
  • já.is
  • YouTube
  • Facebook
Þú getur valið þér eina af mörgum leitarvélum með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.

Fréttablaðið

  • Forsíða Fréttablaðsins
  • Allt
  • Forsíða Fréttablaðsins
  • Allt
  • Forsíða Fréttablaðsins
  • Allt

Skoðun

Mannfyrirlitning

Mannfyrirlitning

Jónína Michaelsdóttir
Fyrir margt löngu var ég að spjalla við roskinn mann um aðstæður alþýðufólks á árum áður. Þessi maður óx ...

Stöð2

Skoðun

Ofsi og misskilningur

Ofsi og misskilningur

Ólafur Þ. Stephensen
Fulltrúar Bezta flokksins, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar í mannréttindaráði Reykjavíkur eru í vandr...

Veður

Þú ert hér: Forsíða / Viðskipti / Viðskipti innlent / Atvinnuleysið var 6,4% á þriðja ársfjórðungi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband