Miðvikudagur, 27. október 2010
Fjölsóttur fundur Bótar um fátækt
Þingmenn og sveitarstjórnarmenn voru boðaðir á fundinn og nokkrir þeirra mættu. Ríkisstjórnin var einnig boðuð en aðeins Ögmundur Jónasson mætti, og þá var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, einnig meðal fundargesta. Á fundinum ræddu talsmenn öryrkja, aldraðra og atvinnulausra um glímu sína við kerfið, og voru margir ósáttir við hversu langt væri gengið í skerðingu bóta.
Guðmundur Ingi Kristinsson, öryrki og einn af talsmönnum Bótar, sagði að sú breyting sem helst þyrfti að gera væri að ráðamenn kæmu niður úr fílabeinsturnum og settust niður með þeim sem þyrftu á úrræðum að halda. Reikna ætti út lágmarksframfærsluna og koma henni á þannig að allir gætu fætt sig, klætt sig og átt húsnæði án þess að þurfa að ganga til hjálparstofnana.(ruv.is)
Bót hreyfir mjög mikilvægum málum.Það þarf að lyfta lágmarksframfærslu þannig,að hjálparstofnanir verði óþarfar að því er matargjafir varðar.Það er blettur á þjóðfélaginu að fólk þurfi að bíða í biðröðum eftir matargjöfum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.