Miðvikudagur, 27. október 2010
Verðbólgan komin niður í 3,3%
Ársverðbólgan mælist nú þrjú komma þrjú prósent samkvæmt tölum hagstofunnar og hefur ekki verið lægri á þessu ári. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,74 prósent frá fyrra mánuði. Mesta hækkun frá síðasta mánuði var vegna hitaveitu eða 23,5 prósent, flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 15,6%. Verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 0,7 prósent. ruv.is
Áætlanir um lækkun verðbólgunnar ganga eftir. Því hefur verið spáð,að verðbólgan verði komin niður í 2% um áramótin.Gangi það eftir mætti huga að því hvort afnema ætti verðtrygginguna í áföngum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.