Langtímaatvinnuleysi veldur áhyggjum

Á ársfundi ASÍ í síðustu viku var lýst yfir sérstökum áhyggjum yfir því að um 57% atvinnulausra hafa verið án vinnu lengur en sex mánuði. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir ástæðuna augljósa. „Þegar fólk er búið að vera svona lengi atvinnulaust þá er það komið í mikinn fjárhagslegan vanda. Einnig er hætta á að fólk einangrist frá vinnumarkaðnum og eigi erfiðara með að taka virkan þátt á ný.“ Segir Gylfi.


Í ályktun árfundar ASÍ segir að til að bregðast við þessu sé mikilvægt að koma þeim verkefnum af stað sem þegar hafa verið ákveðin, auka viðhaldsverkefni og styðja við fyrirtæki sem fyrir eru þannig að þau verði rekstrarhæf á ný. Þá sé einnig mikilvægt að efla ferðaþjónustu og bæta samgöngumannvirki. Eins þurfi að sinna nýsköpun og frumkvöðlastarfi betur.(ruv.is)

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband