Dagur: Hækka þarf útsvörin

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs segir viðbúið að útsvar hækki á næsta ári, en það dugi ekki eitt og sér. Hækka þurfi gjöld og skera niður. Borgarbúar verði að búa sig undir að þetta verði varanlegt.

Niðurskurður og tekjuöflun fyrir næsta ár voru rædd í borgarráði fyrir helgina. Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins, telur að gatið milli útgjalda og tekna sem verði að brúa nemi fjórum og hálfum milljarði króna.

„Þetta er auðvitað þriðja árið í niðurskurði, og verður erfitt," segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. „Okkur sýnist blasa við að þetta verði blanda af hagræðingaraðgerðum, einhverjum breytingum á gjaldskrá og hreyfingu á sköttum."

-Hvað sérðu fyrir þér að útsvar borgarbúa hækki mikið á næsta ári?

„Við eigum inni ónýtt útsvar upp á 0,25% og getum hækkað það um það, þannig að við verðum eins og Kópavogur, Hafnarfjörður og önnur stærstu sveitarfélög landsins. Það skilar okkur samt ekki nema broti af því gati sem við þurfum að brúa. Við erum að horfa á einhverja blöndu af aðgerðum."

Farið verði yfir áhrifin á fólk og fjölskyldur og hvað komi sanngjarnast niður.

Dagur segir að ekki sé einungis sé horft til næsta árs, heldur næstu 5 til 10 ára í rekstri borgarinnar. Hagspár og greiningar sýni að það taki 5 ár að komast á svipaðan stað í tekjum og fyrir hrun. Því sé óskynsamlegt að gera tímabundnar ráðstafanir sem eigi ekki við nú, heldur aðeins þegar breytingar verði til skemmri tíma.

„Þetta þýðir á mannamáli að þær breytingar og sá sparnaður sem við þurfum að ná er ekki bara mikill, hann verður að vera varanlegur. Þetta þarf að gerast með skipulagsbreytingum, endurhugsun á þeirri þjónustu sem fyrir er. Þetta er viðkvæmt og þarf að vinna með okkar starfsfólki og öllu fólkinu sem nýtur þjónustu borgarinnar. En undan verkefninu verður ekki vikist."(visir.is)

Það kemur ekki á óvart að hækka þurfi útsvörin í Reykjavík. Spurningin er frekar hvað þau hækka mikið og hvort önnur gjald hækka einnig. Gatið í fjárhagsáætlun Reykjavíkur er 4-5 milljarðar.Skynsamlegt væri að ná jafnvægi í fjármálum borgarinnar á nokkrum árum.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband