Mánudagur, 1. nóvember 2010
Ríkisstjórnin tapar fylgi
Þetta er búinn að vera mikill umrótsmánuður - erfitt fjárlagafrumvarp kom fram í byrjun með miklum niðurskurði sem að sjálfsögðu mælist ekki vel fyrir og er enginn gleði boðskapur. Hann bætir við að óróleiki hafi verið í samfélaginu. Við sjáum þetta gerast víða að ríkisstjórnir sem eru að kljást við þessa erfiðleika að þær verða ekki beinlínis vinsælar af þeim ákvörðunum sem þó verður að taka.
En breytir þetta einhverju í ykkar starfi? Nei, ef menn færu nú af hjörunum yfir sveiflum í skoðanakönnunum inni á miðju kjörtímabili og þegar verið er að kljást við mikla erfiðleika og afbrigðilegar aðstæður þá hefðu menn ekki mikið í þetta að gera.
Báðir stjórnarflokkarnir nú tapa fylgi. Samfylkingin fer úr 30% í síðustu kosningum í 18% nú. Fylgi Vinstri grænna hefur fallið um fjögur prósentustig frá kosningunum, úr 22% í 18%.(ruv.is)
Hreyfingin er eini flokkurinn sem bætir verulega við sig eða fer úr 4% í 8%. Framsókn stendur í stað með 12 %,Sjálfstæðisflokkurinn fær 36%,bætir við sig 1% stigi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
É held að Steingrímur misskilji eitthvað hjá þjóðfélaginu.
Fylgið hrinur af því stjórnin hefur ekkert gert, hvar er félagshyggjan, skjaldborgin um heimilin og svo mætti lengi telja.
Það er aðgerðarleysið sem fólk styður ekki stjórnarflokkana.
Baldur B.Maríusson (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.