Þriðjudagur, 2. nóvember 2010
Norðurlandaráðsþing hefst í Rvk. í dag
Forsætisráðherrar Norðurlandanna héldu klukkustundarlangan samráðsfund sem hófst klukkan hálfníu í morgun á Grand hóteli í Reykjavík. Norðurlandaráðsþing hefst í dag, en 800 manns sitja þingið. Klukkan hálftíu hófst fréttamannafundur með forsætisráðherrunum.
Forystumenn vinstri grænna stjórnmálaflokka á Norðurlöndunum samþykktu á fundi sínum í morgun sameiginlega ályktun um að í stjórnarskrám þjóðanna yrði ákvæði þar sem kveðið væri á um að náttúruauðlindir væru sameign þjóðarinnar.(ruv.is)
Eins og oft áður eru uppi hugmyndir um nánara samstarf Norðurlanda og jafnvel um eitt ríki Norðurlandanna.Ekki er ég hrifinn af hugmyndi um eitt ríki en nánara samstarf gæti verið til góðs.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.