Stjórnarandstaðan vill ekki samstarf við ríkisstjórnina

Lítill áhugi stjórnarandstöðunnar á samstarfi í atvinnumálum kemur forsætisráðherra á óvart. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að ríkisstjórn sem mistakist í mikilvægustu málunum eigi ekki langa lífdaga.

Forystumenn ríkisstjórnarinnar boðuðu stjórnarandstöðuna á fund í dag en ríkisstjórnin vill víðtækt samráð um áætlun í atvinnuuppbyggingu.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að fundurinn hafi verið innihaldslaus. "Mér finnst í raun og veru óþægilegt að maður er bara kallaður að borðinu í málum þegar þau eru komin í þrot með lausn saman - þegar ekki er meirihluti fyrir því á stjórnarheimilinu"

Formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki hafa fengið nein svör um afstöðu ríkisstjórnarinnar til viðamikilla mála. Sjálfstæðisflokkurinn sé nýbúinn að leggja fram viðamiklar tillögur í atvinnumálum. "Ég líka spyr mig, hvers vegna ættum við sem erum með skýra stefnu í atvinnumálum að fara að gera málamiðlum frá okkar hugmyndum til að koma til móts við ríkisstjórnin í vanda," sagði Bjarni Benediktsson eftir fundinn í dag. Hann segist ekki gera sérstaklega ráð fyrir áframhaldandi fundarhöldum um atvinnumálin. Bjarni segir að fjölga þurfi störfum, koma til móts við heimili í skuldavanda og taka á ríkisfjármálunum. „Ríkisstjórn sem mistekst að gera þetta þrennt á ekki langa lífdaga eftir," segir Bjarni.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að þetta hafi verið enn einn fundurinn þar sem ríkisstjórnin óski eftir samráði við stjórnarandstöðuna þegar hún sé komin í þrot. Það hafi verið gert varðandi skuldavanda heimilanna, í Icesave málinu og nú vegna atvinnumála. "Ríkisstjórnin treystir sér ekki til að fara áfram með atvinnumál án okkar og þá veltir maður fyrir sér framhaldinu. Er þá ekki rétt að kalla stjórnarandstöðuna að borðinu þannig að hér verði mynduð þjóðstjórn til að taka á þeim málum sem framundan eru," segir Gunnar Bragi.

Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin sé ekki komin í þrot "Mér kom satt að segja á óvart að þau voru ekki tilbúin til þess að gefa vilyrði fyrir því að þau væru tilbúin að setjast að þessu borði. Það er ákall á að fleiri komi að borðinu og þess vegna erum við að kalla þau að borðinu."

Forsætisráðherra segir ekki þörf á að mynda þjóðstjórn eins og staðan er núna. "Þetta er tilraun hvort hægt sé að ná breiðri samstöðu milli þessara aðila, ef það þarf að fara í það með þjóðstjórn - auðvitað munum við skoða það ef það þarf. En það þarf ekki að fara í þjóðstjórn vegna þess að ríkisstjórnin hafi ekki meirihluta, hún hefur meirihluta fyrir þeim málum sem hún vill koma í gegn," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.(visir.is)

Ljóst er,að það er enginn raunverulegur áhugi hjá stjórnarandstöðunni á því að vinna með ríkisstjórninni að mikilkvægum málum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband