ASÍ:Samráð í vaskinn

Forseti ASÍ segir ágreining og átök á vettvangi stjórnmálana koma í veg fyrir að vinnumarkaðurinn nái markmiðum sínum. Hann lýsir vonbrigðum með lyktir samráðsfundar stjórnar og stjórnarandstöðu í gær.

Á fundi með forsætis- og fjármálaráðherra í gær lýsti stjórnarandstaðan sig ekki reiðubúna til að starfa með ríkisstjórninni að uppbyggingu í atvinnumálum. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Alþýðusambandsins en Gylfi Arnbjörnsson, forseti sambandsins segir samstöðu á vinnumarkaði sérstaklega mikilvæga nú. Hann segir að á vinnumarkaði meti menn það svo að átök og ágreiningur á vettvangi stjórnmálanna sé að hindra það að fulltrúar launafólks og atvinnurekenda nái þeim markmiðum sem þeir hafi sameinast um.


Gylfi er ekki ánægður með lyktir fundarins í gær og vonar að þetta séu aðeins fyrstu viðbrögð stjórnarandstöðunnar. Það séu vonbrigði að menn byrji að fara í vígstöður. Mikilvægt sé að menn slaki á. Flokkarnir geti ekki komið með skilgreindar kröfur í atvinnumálum að samningaborðinu, þetta eigi bæði við um stjórn og stjórnarandstöðu. Vinna þurfi að lausnum í sameiningu. Gylfi segist líta þannig á viðbrögð Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn telji sig hafa fundið lausnina á mánudaginn og það þurfi ekki frekari umræðu. Hann kveðst viss um það að ef takist að víkja flokkspólitískum hagsmunum til hliðar og farið að taka á hagsmunum þjóðarinnar, telji hann að það sé meira sem sameini menn en sundri. (ruv.is)

Það er mjög slæmt að stjórnarandstaðan skuli ekki sýna neinn samstarfsvilja.Það þýðir að ekki verður um neitt samráð að ræða en ASÍ hefur lagt mikla áherslu á að allir vinni saman að tilteknum verkefnum,svo sem átaki í atvinnumálum.

 

Björgvin Guðmundsson


 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband