Föstudagur, 5. nóvember 2010
Björgvin G.vildi ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokknum
Björgvin G. Sigurðsson vildi ekki að Samfylkingin gengi til stjórnarsamstarfs með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningarnar 2007. Hún ætti fremur að vera áfram í stjórnarandstöðu en að mynda stjórn með höfuðandstæðingi sínum.
Frá þessu greinir Björgvin í bók um tímabilið fyrir, í kringum og eftir efnahagshamfarirnar 2008. Í henni lítur hann líka til baka og til framtíðar í stjórnmálum. Bókin kemur út eftir helgi.
Björgvin kveðst hafa beitt sér mjög gegn samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn sem var ljóst að stefndi í, næði stjórnarandstaða Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Frjálslyndra ekki meirihluta". Helgi Hjörvar, Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir hafi verið sama sinnis.
Björgvin segir að þrátt fyrir þá afstöðu hafi hann vitað að svo gæti farið að hann yrði beðinn að taka að sér ráðherraembætti. Ég hneigðist fremur til þess að hafna því ef það byðist, en vinir mínir og félagar í Suðurkjördæmi lögðu hart að mér að breyta þeirri afstöðu. Ég gæti ekki skorast undan slíkri ábyrgð sem oddviti flokksins í kjördæminu. Staða mín innan þingflokksins yrði bæði viðkvæm og erfið, ef ég ætlaði að sitja þar sem eins konar stjórnarandstæðingur." Hann hafi því ákveðið að taka því jákvætt ef forystan óskaði eftir honum í ríkisstjórn.
Að sögn Björgvins var nokkuð almenn skoðun innan flokksins að formaðurinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ætti að verða fjármálaráðherra en ekki utanríkisráðherra. Fjármálaráðuneytið væri næstöflugasta ráðuneytið. Þá vildi flokkurinn hafa formanninn heima en ekki á sífelldum ferðalögum, enda sýndi reynslan að slíkt gæti veikt bæði formenn og flokka. Það kom hins vegar fljótt fram að fólkið kringum Ingibjörgu Sólrúnu leit á stól utanríkisráðuneytisins sem næstþyngsta embættið, að minnsta kosti hvað virðingu snerti, og hún tók strikið þangað."
Björgvin segist hafa talið það ranga ákvörðun og raunar hafi hann verið óhress með að Samfylkingin skyldi sætta sig við að ganga inn í öll gömlu ráðuneytin sem Framsókn hafði farið með.
En flokkurinn kærði sig kollóttan í vímunni yfir því að hafa náð því takmarki að komast í landsstjórnina," segir Björgvin í bókinni.(visir.is)
Samkvæmt þessu hefur nafni verið á sömu línu og ég í þessu máli.Ég var einnig andvígurmyndun stjórnar með Sjálstæðisflokknum 2007 og skrifaði um það á heimasíðu mína.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.