Steingrímur J. vill hækka lágmarksframfærslu

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra vill að ríki og sveitarfélög endurskoði hver lágmarksframfærsla sé. Breyta þurfi fyrirkomulagi í félagsþjónustu þannig að fólk þurfi ekki að standa í biðröðum eftir mat.

Steingrímur sagði í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að í þessu samstarfi væru menn að skoða þetta. Sveitarfélögin beri við erfiðum fjárhag og þetta væru þung útgjöld fyrir þau, stóraukin útgjöld vegna félagslegra mála. Það yrði að tryggja það að allir hefðu sómasamlega framfærslu, hefðu mat og húsaskjól. Það yrði að vera í siðmenntuðu samfélagi. Íslendingar væru nógu ríkir til að leysa það mál. Einnig væri þetta til marks um vilja manna til að leggja sitt af mörkum. Á bakvið starf hjálparsamtaka væri mikil sjálfboðavinna, mikil framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum, og það sýndi vilja Íslendinga til að hjálpast að í þessum aðstæðum. Formið væri kannski ekki hið heppilegasta.(ruv.is)

Þetta er góð hugsun hjá Steingrími. En það er ekki gagn í þessu nema hækkunin sé það mikil að lágmarksframfærslan dugi til sómasamlegs lífs.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agnar Bragi

Ég bíð eftir fréttinni að framfærslan hafi verið hækkuð, en ekki um að vilji sé til að endurskoða kannski mögulega ef til vill eitthvað, og að sjálfsögðu án niðurstöðu og ábyrgðar.

Það væri þá fínt í leiðinni að láta framfærslulán LÍN fylgja þeirri mögulegu kannski hækkun. Það er jú hefð fyrir því að námsmenn hafi einungis 2/3 gildi sem mannfólk!

Agnar Bragi, 5.11.2010 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband