Föstudagur, 5. nóvember 2010
Þingmaðurinn talar eins og gamall skarfur
Almenningur gagnrýnir alþingi og segir að þingmenn eigi að vinna saman að lausn vandamála og ekki síst skuldavanda heimilanna.Almenningur vill að stjórn og stjórnarandstaða vinni saman. Aðilar vinnumarkaðarins eru sömu skoðunar. ASÍ hefur borið fram ákveðnar kröfur í því efni.Ríkisstjórnin brást við kalli almennings og aðila vinnumarkaðarins og kallaði alla aðila að borðinu í stjórnarráðshúsinu. En Þá sagði Gunnar Bragi Sveinsson formaður þingflokks Framsóknar á tröppum stjórnarráðsins: Það þýðir ekki fyrir ríkisstjórnina að kalla á stjórnarandstöðuna þegar hún kemur ekki málum fram.Um hvað var maðurinn að tala. Heyrði hann ekki kall almennings og ASÍ.Þarf alltaf að snúa öllum málum upp í pólitískan áróður? Geta þingmenn aldrei rætt saman öðru vísi?Gunnar Bragi er tiltölulega nýr þingmaður en hann talar eins og gamall skarfur,sem búinn er að vera á þingi í 30-40 ár.Menn bundu vonir við að nýir þingmenn,sem komu inn á þing eftir síðustu kosningar, mundu koma með ný vinnubrögð og ný viðhorf. En þær vonir brugðist.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.