Skuldatryggingarálag á Íslandi lćkkar- hćkkar í V-Evrópu

Talsverđ hćkkun hefur veriđ á skuldatryggingaálagi á ríki í Vestur Evrópu á síđustu dögum. Á međan hefur álagiđ á Ísland fariđ lćkkandi.

Greining Íslandabanka fjallar um máliđ í Morgunkorni sínu. Ţar segir ađ ţannig stóđ međaláhćttuálag til fimm ára á ríki Vestur Evrópu í 184 punktum í lok gćrdagsins samkvćmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni en ţađ stóđ í rétt rúmum 150 punktum um miđjan októbermánuđ.

Hefur međaltaliđ ekki veriđ jafn hátt síđan í júní síđastliđnum ţegar ţađ rauk upp í kjölfar mikillar hćkkunar á álagi gríska ríkisins sem ţá var komiđ yfir 1.100 punkta.

Líkt og svo oft áđur má rekja ţessa breytingu nú fyrst og fremst til hćkkunar á álagi írska ríkisins, ţví gríska og svo portúgalska enda hefur álagiđ á ţessi ríki hćkkađ langmest í punktum taliđ af öllum ríkjum Vestur-Evrópu. Ţannig stóđ skuldatryggingaálagiđ á gríska ríkiđ í 852 punktum (8,52%) í lok dags í gćr og hefur ţađ ekki veriđ jafn hátt síđan um miđjan september síđastliđinn. Svipađa sögu er ađ segja um álagiđ á Portúgal en ţađ stóđ í 439 punktum í gćr.

Á hinn bóginn stóđ álagiđ á Írland í 583 punktum í lok dags í gćr og hefur álagiđ aldrei veriđ jafn hátt og nú. Sem kunnugt er stendur írska ríkiđ í ströngu vegna bankakerfisins ţar í landi sem hefur haft veruleg áhrif á fjármál ţess. Bendir ţetta til ţess ađ eftirmáli fjármálakreppunnar ćtli ađ reynast Írlandi afar erfiđur og langvinnur.

Í lok dags í gćr stóđ skuldatryggingaálagiđ til fimm ára á evruskuldir Ríkissjóđs Íslands í 273 punktum sem er í lćgri kanti ţess sem ţađ hefur veriđ á ţessu ári. Síđan um áramót hefur álagiđ fariđ lćgst í 249 punkta sem átti sér stađ í maí en hćst í 675 punkta sem gerđist í byrjun febrúar.

Skuldatryggingaálagiđ á Ísland er ţó enn hiđ fjórđa hćsta af álagi ţeirra ríkja Vestur Evrópu sem skuldatryggingar eru seldar fyrir og skipa ţau ţrjú lönd sem fjallađ er um hér ađ ofan augljósa fyrsta til ţriđja sćtiđ í ţessum samanburđi. Skuldatryggingaálagiđ á Spán (233 punktar) er í fimmta sćti á ţessum lista og svo í sjötta sćti kemur álagiđ á Ítalíu (182 punktar). (visir.is)

 

Björgvin Guđmundsson



« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband