Seðlabankinn spáir 20% lækkun fasteigna til ársloka 2012

Fasteignaverð er enn í frjálsu falli samkvæmt tölum frá Seðlabankanum. Búist er við mikilli lækkun út allt næsta ár.

Raunverð fasteigna verð tók mikin kipp víða um heim um síðustu aldamót. Á Írlandi reis kúrfan skart fram til 2006 þegar verðið fór að falla. Það er nú svipað og það var í ársbyrjun 2000. Sömu sögu er að segja frá Bretlandi, þótt toppurinn hafi komið nokkrum mánuðum síðar og verðið ekki fallið jafn mikið ennþá. Fasteignaverð á Spáni hækkaði líka mikið í byrjun áratugarins, en nú farið að lækka eins og margur sumarhúsaeigandinn hefur brennt sig á. Er á svipuðum slóðum og það var fyrir fimm til sex árum. Fasteignaverð í Bandaríkjunum hækkaði líka og var í toppi 2005 og 2006 en hefur fallið lang mest þar af þessum löndum. Er á svipuðum stað og það var í ársbyrjum 2001.


Sérfræðingar hafa að vísu deilt um hverju nákvæmlega er um að kenna að svo fór sem fór á hverjum stað, en eru þó sammála um að kalla hafi mátt þetta fasteignaverðsbólu í öllum tilfellum. Ekki er enn séð fyrir endann á verðhruninu.


Sé Íslandi bætt inn á þessa mynd, sést að bólan hér var miklu meiri en í hinum löndunum, stóð lengur og lækkunin er líka miklu skarpari. Raunverðið er nú svipað og það var um það leyti sem bankarnir komu inn á húsnæðislánamarkaðinn árið 2004.


Spár bankans frá í vor gefa til kynna að lækkunin fram til ársloka 2012 gæti orðið allt að 20%. Samkvæmt nýjustu peningamálum býst bankinn enn við lækkun, þótt lækkunin gæti þó orðið eitthvað minni. Verði þróunin hins vegar svipuð hér og í Bandaríkjunum og á Írlandi, er augljóst að húsnæðisbólan er langt frá því að vera sprungin og íbúðaverð enn í frjálsu falli.(ruv.is)

Fasteignaverð hér hefur risið örlítið hér að undanförnu en síðan alltaf  lækkað aftur.Það virðist svo sem fasteignaverð hér hafi ekki náð botninum enn.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband