Bónus oftast með lægsta verðið

Bónus var oftast með lægsta verðið og Kostur oftast með hæsta verðið í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í fjórum lágvöruverðsverslunum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri á mánudag. (mbl.is)

Það er góð frammistaða hjá Bónus að vera alltaf með lægsta verðið á matvörum. Þessa stefnu markaði Jóhannes í Bónus og stefan virðist gilda enn enda þótt Jóhannes sé hættur. Þá er spurningin hvað gerist þegar nýir eigendur eignast Bónus. Verður áfram lægsta verðið hjá nýjum eigendum eða standast þeir ekki freistinguna og  hækka verðið.Það eru ómældar kjarabætur sem viðskiptavinir Bónus hafa fengið vegna þeirrar stefnu Jóhannesar að lækka vöruverðið og halda því ávallt lægstu.Vonandi verður þessari stefnu haldið áfram.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband