Laugardagur, 27. nóvember 2010
Heilbrigðiskerfið: Niðurskurður minnkaður úr 4,6 milljörðum í 1,3 milljarða kr.
Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag,að dregið yrði verulega úr niðurskurði í heilbrigðiskerfinu.Samkvæmt nýjum tillögum verður niðurskurður fyrir fjárlagaárið 2011 1,3 milljarðar og 570 milljóna niðurskurði frestað til ársins 2012.Upphaflegar niðurskurðartillögur fjárlaga gerðu ráð fyrir 4,6 milljarða niðurskurði.Það hefur því orðið gífurleg breyting á tillögunum vegna harðra mótmæla fólks utan af landsbyggðinni sem ekki gat sætt sig við áformaðar gífurlegan niðuskurð. Er það vel.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.