Laugardagur, 27. nóvember 2010
Kosningar á stjórnlagaþing ganga vel
Ég fór um hádegið og kaus á stjórnlagaþingið.Það gekk vel. Ég kaus í Ingunnarskóla í Grafarholti og aðstaða þar var mjög góð. Það var unnt að kjósa á mörgum stöðum i hverri kjördeild.Engar biðraðir mynduðust.Ég hafði undiurbúið mig heima með því að færa númer þeirra,sem ég ætlaði að kjósa á sýnishorn af kjörseðli. Síðan færði ég númerin yfir á rétta kjörseðilinn í kjörklefanum. Þetta gekk mjög vel og mér virðist að undirbúningur allur hafi verið í mjög góðu lagi.Vonandi verður kjörsókn góð.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.