Laugardagur, 27. nóvember 2010
Er Gunnar í Krossinum sekur?
Tvær fyrrverandi mágkonur Gunnars í Krossinum komu fram í Kastljósi í gærkveldi og sökuðu Gunnar um kynferðislegt áreiti,sem á að hafa átt fyrir stað fyrir löngu síðan,allt að fyrir 25 árum.Gunnar í Krossinum kom líka fram og sagðist vera saklaus.Þarna stóð staðhæfing gegn staðhæfingu.Konurnar lýstu því,að Gunnar hefði þreifað á brjóstum þeirra og ofan í nærbuxur.Ólíklegt er að þær skáldi þetta upp.Gunnar neitaði hins vegar öllum sakargiftum. Hann las upp úr bréfi frá annarri konunni,sem hún sendi honum sl. vor.Í bréfinu fer konan mjög fallegum orðum um Gunnar og segir að sér þyki mjög vænt um hann.Þetta var rétt áður en hann giftist Jónínu Benediktsdóttur Svo virðist sem gifting Gunnars og Jónínu hafi haft mikil áhrif á konurnar.
Ekki er ljóst hvað hér er á ferðinni.Sennilega þarf einhver hlutlaus nefnd að athuga þetta mál og komast að hinu sanna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.