Nýtt atvinnuvegaráðuneyti í mars

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að hún teldi ekki ólíklegt að atvinnuvegaráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti verði að veruleika í mars.

Samkvæmt lögum um sameiningu ráðuneyta, innanríkis- og velferðar, sem Alþingi samþykkti í september taldi meirihluti allsherjarnefndar það heppilegt verklag að sami ráðherra verði yfir þeim ráðuneytum sem til standi að sameina mánuðina áður en sameiningin á sér stað og stjórni því verki. Það eigi við um eitt atvinnuvegaráðuneyti þegar sjávarútvegs- og landbúnaðar og iðnaðarráðuneyti verða sameinuð. Eins og fram hefur komið hefur sameining þeirra ráðuneyta mætt mikilli andstöðu innan þingflokks Vinstri grænna en Jón Bjarnason er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.(ruv.is)

Þetta þýðir,að lífdagar Jóns Bjarnasonar sem ráðherra verða framlengdir fram í mars. En þá mun annar fulltrúi VG taka við atvinnuvegaráðuneytinu.Sennilega víkur Katrín Júlíusdóttir þá einnig úr stjórninni. Það verður eftirsjá að henni.Hún hefur staðið sig vel.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband