Tillaga stjórnlagaþings gengur til alþingis en ekki undir þjóðaratkvæði

Miklar umræður eiga sér nú stað um kosningarnar til stjórnlagaþings.Sitt sýnist hverjum. Mér virðist hópurinn,sem var kosinn nokkuð góður.Að vísu hefur verið bent á,að hópurinn sé nokkuð einslitur,þetta sé fólk sem mikið hafi verið í fjölmiðlum og mikið til opinberir starfsmenn.Hvað sem slíkum fullyrðingum líður er ég ánægður með hópinn.Þorvaldur Gylfason,sem fékk flest atkvæði,er frábær þingmaður á stjórnlagaþingi.Hann er með góðar hugmyndir.M.a. vill hann að sett verði ákvæði í stjórnarskrána um ströng viðurlög við brotum á stjórnarskránni.Þá vill Þorvaldur fækka þingmönnum og ráðherrum.Ýmsar aðrar róttækar hugmyndir er hann með.Vonandi  leggur stjórnlagaþingið fram gott frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Hún fer síðan til alþingis.Það er hins vegar misskilningur að unnt sé að  leggja tillögu stjórnlagaþingsins undir þjóðaratkvæði.Það er ekkert í lögunum um að tillögur stjórnarlagaþings geti farið undir þjóðaratkvæði heldur fara þær beint til alþingis.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband