Fimmtudagur, 2. desember 2010
Tekist á um fjárhagsáætlun borgarinnar
Þau Jón Gnarr borgartstjóri og Hanna Birna leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn,tókust á í kastljósi í gærkveldi.Rætt var um frv. að fjárhagsáætlun fyrir 2011 en meirihlutinn hefur lagt það fram. Þar er gert ráð fyriir skattahækkunum og niðurskurði útgjalda,alls 5 milljörðum,sem þarf að brúa. Hanna Birna gagnrýndi,að ekki væri hagrætt meira í rekstrinum til þess að komast hjá eins miklum skattahækkunum og hækkunum á þjónustugjöldum.En Jón Gnarr sagði,að það hefði verið búið að reyna allt sem unnt væri í hagræðingu og þetta væri niðurstaðan. Útsvör hækka lítillega svo og fasteignagjöld og ýmis þjónustugjöld m.a. gjöld fyrir leikskólarými.Verja á talsverðri upphæð í aukin atvinnuverkefni til þess að auka atvinnu í borginni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.