Fimmtudagur, 2. desember 2010
Samkomulag um skuldavanda heimilanna
Samkomulag hefur náðst milli ríkisstjórnar og lífeyrissjóða um aðgerðir vegna skulda heimila og fyrirtækja. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir langa fundarsetu í dag að aðeins ætti eftir að fínstilla nokkur atriði við bankana áður en málið verður lagt fyrir ríkisstjórnarfund í fyrramálið.
Hún reiknar með að skrifað verði undir samkomulag stjórnvalda, fjármálastofnana og fleiri, að loknum ríkisstjórnarfundi í fyrramálið.
Aðgerðirnar munu fela í sér lækkun skuldabyrði skuldugustu heimilanna og breytingar á vaxtabótakerfi. Þá segir forsætisráðherra að þær almennu aðgerðir sem gripið verði til muni gagnast um 40 þúsund heimilum í landinu og að þær muni einnig ná til millitekjufólks.(visir.is)
Það er mikið gleðiefni,að samkomulag skuli hafa náðst um aðgerðir til þess að leysa skuldavanda heimilanna.Það skiptir miklu máli,að þetta skuli gerast með frjálsu samkomulagi ríkisstjórnar,lífeyrissjóða og banka,þar eð ef þurft hefði að grípa til lagasetningar án samkomulags hefði það geta kostað málaferli.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samkomulag hverra - Jóhönnu Sig og Þórarins V. ?
Sigurjón Þórðarson, 3.12.2010 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.