Föstudagur, 3. desember 2010
Úrræðin kynnt á fréttamannafundi í dag
Fréttamannafundur ríkisstjórnarinnar, þar sem kynnt verða úrræði vegna skuldavanda heimilanna, verður haldinn klukkan ellefu í dag. Þess hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, svo ekki sé fastar að orði kveðið, eftir því að úrræðin verði kynnt. (visir.is)
Ekki er búið að kynna í heild hvaða úrræði er um að ræða. En m.a. á að hækka vaxtabætur verulega. Það mun koma öllum sem skulda mikið til góða en þó ekki þeim sem eiga miklar eignir og eru með mjög háar tekjur.Þá verða skuldaafskriftir hjá þeim,sem verst eru settir og mun þessar afskriftir verða hjá Íbúðalánasjóði,bönkunum og lífeyrissjóðunum. Afskrifað verður hjá þeim,sem eru með skuldir,sem nema 100-110 % af mati húseigna en þó ekki hjá þeim ,sem eiga miklar aðrar eignir.Mjög strangar reglur munu gilda um afskriftir hjá lífeyrissjóðunum og er talið að ekki þurfi að rýra útgreiðslur á lífeyri vegna þessara afskrifta.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.