Föstudagur, 3. desember 2010
Erlend skuldastaða aðeins 24% af vergri landsframleiðslu
Erlend skuldastaða þjóðarbúsins hefur ekki verið betri í tvo áratugi mæld sem hlutfall af landsframleiðslu. Hér er átt við stöðuna án erlends eignarhalds á bönkunum og þeirrar Icesave-skuldar sem kann að falla á ríkissjóð.
Þetta kemur fram í Morgunkorn i greiningar Íslandsbanka en Seðlabankinn birti í gær tölur um erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok þriðja ársfjórðungs sem sýna að staða þjóðarbúsins hefur batnað lítillega frá fyrri fjórðungi.
Að gömlu bönkunum undanskildum var hrein erlend staða þjóðarbúsins neikvæð um 368 miljarða kr. og hefur batnað um 26 milljarða kr frá fyrri fjórðungi. Á þennan mælikvarða hefur erlend staða þjóðarbúsins batnað mikið frá því sem áður var, en á sama tíma í fyrra var staðan neikvæð um tæpa 700 milljarða kr.
Neikvæð erlend staða án gömlu banka er nú u.þ.b. 24% af áætlaðri vergri landsframleiðslu (VLF) þessa árs. Er það mun hagstæðari staða en verið hefur undanfarna tvo áratugi, en þó verður að hafa í huga að inni í þessum tölum er ekki erlent eignarhald nýju bankanna né heldur sú skuld sem á endanum kann að falla á ríkissjóð vegna Icesave, svo nokkuð sé nefnt," segir í Morgunkorninu.
Þegar innlánsstofnanir í slitameðferð eru teknar með í reikninginn var hrein staða við útlönd neikvæð um 9.296 milljarða kr. í lok fjórðungsins og lækka nettóskuldir þar með um tæpa 558 milljarða kr. frá öðrum fjórðungi. Erlendar skuldir þjóðarbúsins námu 13.207 milljarðar kr. en erlendar eignir voru 3.910 milljarðar kr. Erlendar skuldir gömlu bankanna vega þungt í þessum tölum en þær munu hverfa smám saman á næstu misserum samhliða eignasölu og afskriftum á skuldum.
Þar sem Seðlabankanum hafa nú borist haldbærar upplýsingar um erlendar eignir innlánastofnanna í slitameðferð hefur heildarmyndin breyst töluvert frá því að síðustu tölur um erlenda stöðu þjóðarbúsins voru birtar. Eignir innlánsstofnana í slitameðferð voru töluvert lægri en áður var áætlað og við þessa breytingu versnar erlend staða þjóðarbúsins að innlánsstofnunum í slitameðferð meðtöldum frá því sem áður var haldið. Þetta hefur hinsvegar engin áhrif þegar erlend staða þjóðarbúsins að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð er skoðuð. (visir.is)
Þetta er ánægjulegur og góður bati varðandi erlendar skuldir ríkisins.Þær hafa snarminnkað.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.