Hjúkrunarrými fyrir aldraða skorið niður á Akureyri

Í grein Björgvins Guðmundssonar í Mbl. 1.des. sl.  fjallar hann m.a. um heilbrigðismálin og kvótakerfið. Þar segir svo:

Ekki hefur tekist betur til í heilbrigðismálum en á sviði almannatrygginga við niðurskurð útgjalda..Niðurskurður þar hefur verið mjög harkalegur og klaufalegur.Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2011 var  lagt fram með gífurlegum niðurskurði heilbrigðisstofnana. Var skorið svo  heiftarlega niður að erfitt var að reka heilbrigðisstofnanir víða úti á landi eftir slíkan niðurskurð.M.a. var fækkað rúmum á hjúkrunarheimilum og hjúkrunardeildum, einkum á Akureyri en það hefur verið stefnumál Samfylkingarinnar að  fjölga slíkum rúmum.Hér var mjög klaufalega staðið að málum, þar eð ljóst var,að ríkisstjórnin kæmist aldrei upp með svo harkalegan niðurskurð í heilbrigðisstofnunum úti á landi enda ekki skynsamlegt að ráðast í hann..Heilbrigðisþjónustan flokkast undir velferðarkerfið og því má segja,að ríkisstjórnin hafi ekki aðeins lofað að standa vörð um almannatryggingarnar heldur einnig um heilbrigðiskerfið.Hún verður að standa við hvort tveggja,ef hún ætlar að sitja áfram.
Ekki verður skilist við umfjöllun um ríkisstjórnina án þess að minnast á kvótakerfið og fyrningarleiðina. Allt bendir nú til þess að þetta stóra kosningamál verði svikið.Jafnvel er nú rætt um að úthluta kvótahöfum ( kvótakóngunum) veiðiheimildum til lengri tíma en áður,jafnvel  15-25 ára. Þetta er alger svívirða og mestu kosningasvik í sögu lýðveldisins, ef af verður.Ég veit ekki hver afstaða mín verður til Samfylkingarinnar, ef þessi svik verða framkvæmd. Ég  trúi því ekki að svo verði og vona að stuðningsmenn fyrningarleiðarinnar í þingflokki Samfylkingarinnar taki  í taumana og afstýri stórslysi.
Því má bæta við að ríkisstjórnin hefur dregið  nokkuð úr niðurskurði í heilbrigðiskerfinu en þó er enn mikil óánægja úti á landi  og talið að víða verði að segja upp fólki.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband