BHM vill launahækkun

Millitekjuhópar hafa orðið fyrir fjórðungs kaupmáttarskerðingu á síðustu tveimur árum. Framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna segir enga sátt verða í samfélaginu verði þessi hópur skilinn eftir við gerð komandi kjarasamninga.

Flestir kjarasamningar runnu út í vikunni sem leið og nú tekur við kjarasamningalota hjá launþegasamtökum, ríkinu, sveitarfélögum og Samtökum atvinnulífsins. Starfsgreinasambandið og fleiri stéttarfélög hafa sagt að lögð verði áhersla á að bæta lægstu kjör í gerð nýrra samninga. Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, segir það ekki mega gerast á kostnað millitekjuhópsins. Hann segir að frá því í júni árið 2008 hafi stórir millitekjuhópar ekki fengið neinar hækkanir á sínum kjörum, og ekkert nema skattahækkanir. Á meðan hafi vísitala neysluverðs hækkað um 19%..(ruv,.is)

Eðilegt er að BHM fái leiðréttingu launa eftir að launin hafa verið óbreytt frá júní 2008.Það þýðir í raun að laun BHM manna hafa rýrnað vegna verðbólgunnar.Hætt er við að félagsmenn fari úr landi fáist ekki leiðrétting.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband