Samfylkingin biður þjóðina afsökunar

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn verða að biðja þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem gerð voru í stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta kom fram í ræðu Jóhönnu á flokksstjórnarfundi Samfylkinginnar sem fór fram á hótel Loftleiðum í dag.

Hún segir Samfylkinguna verða að axla ábyrgð á fortíðinni og viðurkenna að hún var ekki fórnarlamb heldur gerandi. Samfylkining hefði getað gert betur. Samfylkingin hafi ekki verið fórnarlamb óheillaþróunar á þessu tímabili.


Jóhanna segir Samfylkinguna axla ábyrgð sína með heiðarlegu uppgjöri við fortíðina, uppstokkun á starfsháttum og áherslum og kraftmikul endurreisnarstarfi á vettvangi flokks og samfélags. Jóhanna sagði Samfylkinguna ekki hafa nýtt tækifærin og gengið of mikið inn í venjur Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórnarsamstarfinu.


Jóhanna Sigurðardóttir sagði Samfylkinguna hafa staðið að margvíslegum breytingum á vinnubrögðum innan stjórnarráðsins og skaut föstum skotum þegar hún rifjaði upp breytingar á lögum um Seðlabankann. Hún segir þær breytingar reyndar hafa fallið ótrúlega illa í kramið hjá sumum, og á það sé minnt daglega með sendingum frá ,,Hádegismóra og útsendurum hans á Evrópuvakt og AMX“.(ruv.is)


 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband