Sunnudagur, 12. desember 2010
57 ára brúðkaupsafmæli
Við hjónin eigum 57 ára brúðkaupsafmæli í dag.Við giftum okkur 1953 heima hjá sr. Bjarna Jónssyni,Dómkirkjupresti en hann var ömmubróðir konu minnar, Dagrúnar Þorvaldsdóttur.Amma Dagrúnar var Guðný Jónsdóttir.Viðstaddir giftinguna voru aðeins foreldrar okkar beggja.Um kvöldið var haldin lítil veisla og þar voru til viðbótar foreldrum okkar beggja systkini okkar.Sr. Bjarni og kona hans Áslaug voru einnig í veislunni.
Við Dagrún eigum 6 syni.Þeir heita: Þorvaldur,Guðmundur, Björgvin,Þórir, Rúnar og Hilmar.Þeir búa allir á Íslandi nema Björgvin,sem býr í Finnlandi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.