Mánudagur, 13. desember 2010
Hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lykilstöðu í Icesave málinu nú. Ef flokkurinn tekur ábyrga afstöðu og samþykkir frumvarpið má reikna með að forsetinn skrifi undir lögin. Það hefði þá myndast það mikil samstaða um málið að ekki væri nauðsynlegt að vísa því í þjóðaratkvæðagreiðslu.Reikna má með að frumvarp um málið verði lagt fyrir þingið í vikunni.Síðan verði málinu frestað og umræðum um það haldið áfram milli jóla nýars eða eftir áramót.Sá hængur er á,að í samkomulaginu við Breta og Hollendinga er fyrirvari um það,að ef ekki verði búið að samþykkja lög og staðfesta þau af forseta fyrir áramót þá geti Bretar og Hollendingar sagt sig frá samkomulaginu.Sennilega fæst frestur eitthvað fram í janúar en þó er það ekki fullvíst.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.